Diclofenacbann bjargar hrægömmum

Stofnar hrægamma í Pakistan eru farnir að rétta úr kútnum eftir að hætt var að nota bólgueyðandi lyfið Diclofenac sem dýralyf. Sala lyfsins sem dýralyfs var bönnuð 2006, en fram að þeim tíma hafði hrægömmum í þessum hluta Asíu fækkað um allt að 99% á 10 árum. Á fyrstu tveimur árunum eftir að bannið tók gildi fjölgaði Indlandsgömmum (Gyps indicus) á talningarstöðum í Pakistan um 52%. Enn mun þó langt í að stofnar hrægamma í Asíu nái fyrri styrk og enn er nokkuð um að húsdýrum sé gefið Voltaren eða aðrar tegundir Diclofenaclyfja sem leyfilegt er að selja sem lyf fyrir fólk. Hræ þessara dýra eru eitur fyrir gammana.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

2 hugrenningar um “Diclofenacbann bjargar hrægömmum

  1. Bakvísun: Veldur Voltaren hundaæði? « Bloggsíða Stefáns Gíslasonar

  2. Í kjölfar þess að gömmum fækkaði urðu lífsskilyrði úlfa/villihunda betri og þeim snarfjölgaði. Að sama skapi fjölgaði hundaæði tilfellum þar sem tiltekið hlutfall þessara dýra bera með sér sjúkdóminn.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s