Þalöt og þungmálmar í plastsandölum

Margar tegundir plastsandala innihalda efni sem geta verið skaðleg umhverfi og heilsu. Í nýlegri könnun Sænska efnaeftirlitsins kom í ljós að 13 skópör af 30 innihéldu hættuleg efni á borð við þalöt, blý og kadmíum. Engar reglur eru í gildi um efnainnihald skótaus, en hætta er talin á að þalöt í skóm hafi skaðleg áhrif á heilsu fólks til lengri tíma litið, einkum þegar þau bætast við þalöt sem finnast í öðrum neytendavörum sem fólk umgengst daglega. Mest er þó hættan fyrir þá sem ganga berfættir í skónum og flýta þannig fyrir upptöku efnanna í líkamann. Þalöt geta truflað hormónastarfsemi og haft áhrif á frjósemi.
(Sjá frétt forbrugerkemi.dk 22. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s