IKEA sjálfbjarga með orku

IKEA ætlar að verða sjálfbjarga með orku árið 2020. Til að ná þessu markmiði hefur fyrirtækið ákveðið að verja 1,5 milljarði evra (um 245 milljörðum ísl. kr) á næstu þremur árum í verkefni á sviði vindorku og sólarorku. Þetta er hluti af metnaðarfullri sjálfbærniáætlun fyrirtækisins sem kynnt var í gær undir yfirskriftinni „The People and Planet Positive“. Þar er einnig að finna markmið um að bæta orkunýtingu fyrirtækisins um 20%, kaupa eingöngu vottaða bómull, bæta hleðslu flutningabíla og endurvinna 90% af öllum úrgangi sem til fellur í verslununum, að ógleymdri LED-ljósavæðingu sem reiknað er með að lækki orkureikning fyrirtækisins um 10% og dragi úr kostnaði um 15 milljónir evra á ári. Þessum aðgerðum er m.a. ætlað að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækisins og gera það ónæmt fyrir verðsveiflum á orku- og kolefnismarkaði.
(Sjá frétt The Guardian í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s