Í nýlegri danskri rannsókn reyndist aðeins ein af 15 tegundum tannkrems fyrir börn laus við efni sem geta verið skaðleg umhverfi eða heilsu. Eina tegundin sem stóðst prófið var Viofluor barnatannkrem með jarðarberjabragði. Þrettán tegundir innihéldu efni sem geta verið skaðleg fyrir vatnalífverur og í fjórum tegundum fundust efni sem talin eru geta valdið heilsutjóni. Ekkert kom fram sem benti til að tannkrem fyrir börn innihéldi minna af varasömum efnum en tannkrem fyrir fullorðna. Þeir sem stóðu að rannsókninni mæla með því að tennur barna sé burstaðar með Svansmerktu tannkremi, en ekkert barnatannkrem hefur enn fengið slíka vottun.
(Sjá frétt forbrugerkemi.dk 19. október).