Framleiðslugeta vindorkustöðva í löndum ESB fór á dögunum yfir 100 gígavatta (GW) markið. Þetta samsvarar afli 39 kjarnorkuvera og dugar til að fullnægja raforkuþörf 57 milljóna heimila. Til samanburðar má nefna að samanlagt afl allra virkjana á Íslandi er innan við 3 GW. Þróunin í virkjun vindorku hefur verið mjög hröð. Þannig tók um 20 ár að komast upp í 10 GW, en aðeins 13 ár að bæta 90 GW við. Helmingurinn af þessum 100 GW var settur upp á síðustu 6 árum.
(Sjá nánar í frétt á heimasíðu European Wind Energy Association (EWEA) 27. september).