Dönsk stjórnvöld hafa bannað sölu á varnarefnum sem innihalda virka efnið bifenox frá og með 1. nóvember nk. Jafnframt verður notkun slíkra efna bönnuð í dönskum landbúnaði frá og með 1. júní 2013. Bannið byggir á mælingum sem sýna að bifenox getur mengað grunnvatnið. Bifenox var upphaflega leyft í Danmörku í maí 2008 með vísun í athuganir framleiðandans, sem sýndu að ekki væri hætta á mengun grunnvatns.
(Sjá nánar í septemberhefti Miljønyt).