Óábyrg efnanotkun ógnar heilsu manna

Brýnt er að grípa til aðgerða til að draga úr þeirri hættu sem heilsu manna stafar af gáleysislegri efnanotkun. Þessi hætta fer jafnvel vaxandi eftir því sem framleiðsla, notkun og förgun slíkra efna færist í auknum mæli frá Vesturlöndum til þróunarlandanna. Þannig er áætlað að árlegur kostnaður vegna eitrana af völdum varnarefna í Afríku sunnan Sahara sé orðinn hærri en sem nemur öllum framlögum Vesturlanda til úrbóta í heilbrigðismálum svæðisins að frátöldum framlögum vegna HIV. Með bættri stjórnun þessara mála mætti draga verulega úr kostnaði, bæta lífsskilyrði fólks, vernda vistkerfi, draga úr mengun og stuðla að grænni tækniþróun. Allt þetta og margt fleira kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP), Global Chemicals Outlook, sem birt var sl. miðvikudag.
(Sjá frétt á heimasíðu UNEP 5. september sl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s