Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt áætlun um að verja 230 milljörðum rúpía (um 500 milljörðum ísl. kr.) á næstu 8 árum til að styðja við þarlenda framleiðslu á rafbílum og tvinnbílum. Reiknað er með að 55-60% af fénu komi frá ríkinu, en afgangurinn frá fyrirtækjum. Markmiðið er að 6 milljón ökutæki af þessu tagi verði komin á göturnar árið 2020, þar af 4-5 milljónir á tveimur hjólum.
(Sjá nánar í frétt PlanetArk 31. ágúst sl).