Flokkað á skokkinu

Ríkisstjórn Skotlands stofnaði á dögunum sjóð upp á 500.000 sterlingspund (um 96 milljónir ísl. kr.) til að stuðla að bættri flokkunaraðstöðu á almannafæri í skoskum byggðum. Mikill árangur hefur þegar náðst í flokkun úrgangs á heimilum, og því telja Skotar einsýnt að það sama eigi að geta gilt um fjölfarna staði utandyra. Takist að ná flokkunarhlutfallinu upp í 70% fyrir árið 2025 er talið að það samsvari 178 milljóna sterlingspunda (um 34 milljarða ísl. kr.) innspýtingu í hagkerfið. Landeigendur, sveitarfélög og rekstraraðilar geta sótt um framlög úr hinum nýja sjóði til að koma upp aðstöðu fyrir „Recycle on the Go„, þ.e. til flokkunar á skokkinu.
(Sjá nánar í frétt EDIE 28. ágúst sl).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s