Raforkuframleiðsla með kjarnasamruna í smáum stíl senn möguleg

150925085550_1_540x360Sænskir og íslenskir vísindamenn telja sig hafa fundið leið til að framleiða raforku og varmaorku með kjarnasamruna í smáum stíl. Aðferðin er frábrugðin fyrri aðferðum að því leyti að eingöngu er notast við tvívetni (deuteríum) í stað þrívetnis (trítíum) og við samrunann myndast nær engar nifteindir heldur fyrst og fremst þungar rafeindir (muon) sem hafa þann kost að vera í senn rafhlaðnar og lítt skaðlegar. Vísindamennirnir telja að innan fárra ára verði hægt að nota þessa aðferði til orkuframleiðslu.
(Sjá frétt ScienceDaily í dag).