Fimmtíu áhugaverðar nýjungar í rafvæðingu samganga eru kynntar í nýrri skýrslu nýsköpunarsetursins Urban Foresight undir yfirskriftinni EV City Casebook. Skýrslunni er ætlað að vekja athygli á skapandi verkefnum sem þegar eru komin í gang og þykja líkleg til að ryðja brautina fyrir rafvæðingu samgangna. Meðal verkefna sem kynnt eru í skýrsluna má nefna þráðlausa hleðslu rafknúinna strætisvagna í borginni Gumi í Suður-Kóreu, en þar taka vagnarnir hleðslu úr rafsegulsviði sem myndast yfir lögnum á 12 km hluta af akstursleið vagnanna. Einnig er kynnt net rafleigubíla í borginni Hangzhou í Kína þar sem bílstjórar geta skipt tómum rafhlöðum út fyrir fullar í höfuðstöðum leigubílafyrirtækisins.
(Sjá frétt EDIE 3. desember).
Nýjungar í rafvæðingu samgangna
3