Matarsóun bönnuð í frönskum verslunum

food_waste_france_160Í síðustu viku samþykkti franska þingið einróma að skylda allar matvöruverslarnir í Frakklandi (stærri en 400 fermetrar) að gefa góðgerðarsamtökum þann mat sem verður afgangs í verslununum. Lög um þetta taka gildi í júlí 2016, en með þeim vill þingið sporna gegn matarsóun og draga úr fátækt í landinu. Ruslurum hefur fjölgað mjög í Frakklandi síðustu ár og hafa verslanir brugðist við með því að hella klóri í ruslagáma eða geyma gámana í læstum skemmum. Mikið af matarúrgangi fellur til í verslunum vegna „best-fyrir“ merkinga og því er ferskum matvælum iðulega hent í umbúðunum. Verslunum sem ekki ganga frá samningum við góðgerðarfélög fyrir gildistöku laganna verður refsað með sektum og fangelsisdómum. Frjáls félagasamtök hafa gagnrýnt löggjöfina þar sem þar sé lögð áhersla á úrgangsmeðhöndlun í stað þess að vekja athygli á offramleiðslu í matvælaiðnaðinum. Samtök verslunarmanna benda hins vegar á að aðeins um 11% af matarsóun í Frakklandi megi rekja til verslana en allt að 67% til neytenda og því ættu stjórnvöld að einblína á matarsóun á heimilum.
(Sjá frétt the Guardian 22. maí).