Byggingarúrgangur var notaður sem efniviður í þrjú ný vöruhús rommrisans Bacardi í Púertó Ríkó. Við niðurrif gamalla bygginga á athafnasvæðinu féllu til þúsundir tonna af óvirkum úrgangi á borð við steypu, jarðveg og stál, sem notað var í nýbyggingarnar. Með þessu móti sparaði Bacardi háar upphæðir, auk þess sem aðgerðin féll vel að úrgangsleysisstefnu fyrirtækisins (e. zero waste). Sjálfbærniverkefni Bacardi undir yfirskriftinni Good Spirited hefur það að markmiði að byggingarúrgangur verði úr sögunni árið 2022. Fyrirtækið hefur einnig sett sér það markmið að draga úr vatnsnotkun um 55% og minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 50% fram til ársins 2017.
(Sjá frétt EDIE í dag).
Ný vöruhús Bacardi byggð úr byggingarúrgangi
Svara