Þalöt hægja á framleiðslu testósterons

kremÞalöt  virðast hafa neikvæð áhrif á framleiðslu testósterons hjá fólki sem notar mikið af hreinlætisvörum og plastvörum, en slíkar vörur geta innihaldið nokkurt magn þalata og annarra efna sem trufla starfsemi innkirtla. Í nýrri rannsókn sem sagt er frá í tímaritinu Journal of Clinical Endocrinology & Metabolism var magn testósterons í blóði 2.200 einstaklinga í Bandaríkjunum mælt og samtímis leitað að 13 niðurbrotsefnum þalata í þvagi sömu einstaklinga. Niðurstöðurnar sýndu marktækt samband lágs testósteronsgildis og magns þalata í þvagi. Síðustu 50 ár hefur dregið mjög úr testósteronframleiðslu karlmanna og telja vísindamenn þessa þróun geta haft veruleg neikvæð áhrif á lýðheilsu. Lækkun testósterons hefur neikvæð áhrif á kynþroska ungra pilta auk neikvæðra áhrifa á kynhvöt, kynstarfsemi, orku og heilbrigði beina bæði í körlum og konum á aldrinum 40-60 ára.
(Sjá frétt Science Daily 14. ágúst).

Þalöt í kynlífsleikföngum

Vibratorer IMSKynlífsleikföng innihalda í sumum tilvikum mikið af þalötum, sem m.a. eru talin geta truflað hormónastarfsemi líkamans, haft skaðleg áhrif á lifur o.s.frv. Þalöt hafa verið notuð sem mýkingarefni í PVC-plast, en styrkur þeirra er mjög mismunandi eftir framleiðendum. Eins losnar mismikið af þalötum úr vörunni eftir því hvernig hún er notuð. Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu ráðleggur fólki að kaupa kynlífsleikföng þar sem tilgreint er á umbúðum að varan innihaldi ekki þalöt, eða spyrja seljandann um efnainnihald vörunnar.
(Sjá frétt á Forbrugerkemi.dk 5. febrúar).