Kynlífsleikföng innihalda í sumum tilvikum mikið af þalötum, sem m.a. eru talin geta truflað hormónastarfsemi líkamans, haft skaðleg áhrif á lifur o.s.frv. Þalöt hafa verið notuð sem mýkingarefni í PVC-plast, en styrkur þeirra er mjög mismunandi eftir framleiðendum. Eins losnar mismikið af þalötum úr vörunni eftir því hvernig hún er notuð. Danska upplýsingamiðstöðin um umhverfi og heilsu ráðleggur fólki að kaupa kynlífsleikföng þar sem tilgreint er á umbúðum að varan innihaldi ekki þalöt, eða spyrja seljandann um efnainnihald vörunnar.
(Sjá frétt á Forbrugerkemi.dk 5. febrúar).