Lífeldsneyti framleitt úr sagi

sawdustHollenska stofnunin KU Leuven’s Centre for Surface Chemistry and Catalysis hefur þróað aðferð til að framleiða nýtanleg kolvetni úr beðmi úr sagi og öðrum viðarafgöngum, en þetta gerir mönnum kleift að nota slíka afganga til framleiðslu á fljótandi eldsneyti. Beðmi er samsett úr kolefniskeðjum með áföstum súrefnisfrumeindum, en með hinni nýju tækni er hægt að fjarlægja súrefnið og gera efnið þannig nýtanlegra. Afurðina má nota til að auka hlutfall lífeldsneytis í bensíni eða í framleiðslu á vörum sem venjulega eru gerðar úr olíu, svo sem plasti, gúmmíi, einangrunarfrauði, næloni o.s.frv. Beðmi nýtist yfirleitt ekki í aðra framleiðslu, þannig að lífeldsneytið telst vera þriðju kynslóðar eldsneyti sem keppir ekki við fæðuframleiðslu. Beðmiseldsneyti er því góður kostur svo lengi sem notast er við fljótandi kolefnaeldsneyti í samgöngum.
(Sjá frétt Waste Management World 26. nóvember).