Milljónir trjáa deyja vestanhafs

tre-ennÁ síðustu misserum hafa milljónir trjáa drepist í Bandaríkjunum. Trjádauðinn er ekki bundinn við einstök ríki, heldur hefur hans orðið vart víða um land. Ástæðurnar eru ólíkar, svo sem þurrkur, sjúkdómar, skordýr og skógareldar, en þær má í raun allar rekja til loftslagsbreytinga. Jafnvel elsta hvíta eikin í Bandaríkjunum gæti orðið þessum plágum að bráð, en eikin sú hefur staðið sem fastast í New Jersey í 600 ár og var búin að skjóta rótum áður en Kólumbus kom vestur um haf. Á Síerra Nevada svæðinu í Kaliforníu hafa 66 milljónir trjáa drepist síðan árið 2010, að því er talið er vegna þurrka og hraðrar útbreiðslu barrbjöllutegunda. Í norðurhluta Kaliforníu hefur sveppasjúkdómurinn „Sudden Oak Death“ náð talsverðri útbreiðslu í ýmsum trjátegundum, en sveppurinn þrífst best í bleytu. Í suðvesturríkjum Bandaríkjanna gætu öll sígræn barrtré verið horfin innan 100 ára að mati sumra sérfræðinga.
(Sjá frétt ENN í dag).