Enska leikhússamstæðan Royal Shakespeare Company (RSC) hefur ákveðið að rifta styrktarsamningi við olíurisann BP frá og með næstu áramótum, en BP hefur styrkt leikhúsin með fjárframlögum allt frá árinu 2011. Ákvörðun RSC er til komin vegna þrýstings frá ungu fólki sem hefur gefið til kynna að tengsl leikhúsanna við olíurisann dragi úr áhuga þeirra á að njóta þess sem leikhúsin hafa að bjóða. Að sögn forsvarsmanna RSC eru þetta skilaboð sem ekki sé hægt að horfa framhjá og því hafi þessi ákvörðun verið tekin, þrátt fyrir þann fjárhagslega missi sem henni fylgir.
(Sjá frétt á heimasíðu RSC 2. október).