Örplast safnast upp í sandi á strandsvæðum

Örplast virðist safnast upp á sandströndum, ekki bara á yfirborðinu heldur líka á nokkru dýpi. Þetta kom fram í rannsóknum vísindamanna frá Háskólanum í Exeter á magni örplasts á tiltölulega afskekktum sandströndum á Kýpur. Þar fundust um 130.000 örplastagnir í hverjum rúmmetra sands á yfirborðinu og um 5.300 agnir í hverjum rúmmetra á 60 cm dýpi. Hærri talan er sú næsthæsta sem mælst hefur á strandsvæði. Örplastið getur breytt eðlisfræðilegum eiginleikum sandsins, þ.á.m. hitastigi, sem aftur getur truflað klak skjaldbökueggja sem mikið er af á þessu svæði. M.a. getur þetta hugsanlega skekkt kynhlutfall unganna, en þekkt er að hlutfallslega fleiri kvendýr koma úr eggjum þar sem sandurinn er heitari. Talið er að mest af örplastinu á ströndum Kýpur hafi komið frá fastalandinu við austanvert Miðjarðarhaf.
(Sjá frétt á heimasíðu Háskólans í Exeter 26. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s