Örplast mengar jafnvel ystu afkima úthafanna

Örplast finnst jafnvel á afskekktustu svæðum úthafanna. Þetta kom fram þegar sýni voru tekin á 45,5°S í Suður-Indlandshafi á svæði sem er nánast ókannað og ósnortið af athöfnum manna. Þarna reyndust vera 42 örplastagnir í hverjum rúmmetra sjávar, sem er mun meira en gert hafði verið ráð fyrir. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem örplastmælingar eru gerðar á svo afskekktu hafsvæði. Magn örplasts er þó mun meira á fjölfarnari svæðum. Sem dæmi má nefna að 180-307 örplastagnir mælast í hverjum rúmmetra sjávar nálægt ströndum í Norður-Atlantshafi og í Miðjarðarhafi. Talið er að samtals lendi meira en 8 milljón tonn af plasti í hafinu á hverju ári og í raun vita menn lítið um afdrif þess.
(Sjá frétt The Guardian 12. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s