Kakóræktun á stóran þátt í eyðingu skóga víða um heim að því er fram kemur í skýrslu samtakanna Mighty Earth. Þetta sést m.a. þegar kort af kakóræktunarsvæðum eru borin saman við kort af skógareyðingu síðustu árin. Ástandið er sérstaklega alvarlegt í Vestur-Afríku og vaxandi eftirspurn eftir súkkulaði gæti leitt til sambærilegra afleiðinga í löndum á borð við Fílabeinsströndina og Gana.
(Sjá frétt Aktuell Hållbarhet í dag).