Í nánustu framtíð verður væntanlega hægt að kaupa skíðaáburð með vottun Norræna svansins, en drög að viðmiðunarkröfum fyrir þennan varning eru nú í opnu umsagnarferli. Í drögunum er gert ráð fyrir að til að fá Svansvottun þurfi skíðaáburður m.a. að vera laus við flúorefni, gefa gott rennsli, hrinda frá sér óhreinindum, endast vel og standast gæðasamanburð við samsvarandi áburð sem inniheldur flúor. Hægt er að senda inn umsagnir um drögin fram til 10. mars nk.
(Sjá frétt á heimasíðu Svansins í Noregi 10. janúar).