Þarmabakteríur sem brjóta niður plast

Tilteknar skordýralirfur geta étið og melt plast en hingað til hefur ekki verið ljóst á hverju þessi hæfileiki byggist. Nú hafa vísindamenn hins vegar sýnt fram á að tilteknar bakteríur í þörmum lifranna virðast gera þetta mögulegt. Samanburður á bakteríuflóru í þörmum hnetuglæðu (Plodia interpunctella) á lirfustigi leiddi í ljós að lirfur sem aldar voru á pólýtýlenplasti höfðu allt aðra og fjölbreyttari þarmaflóru en lirfur sem fengu venjulegt fæði. Í þeim síðarnefndu voru bakteríur af ættkvíslinni Turicibacter í meirihluta, en þessar bakteríur eru mjög algengar í þörmum dýra. Plastæturnar voru hins vegar með mikið af Tepidimonas-, Pseudomonas-, Rhizobiales– og Methylobacteriaceae-bakteríum, en sumar þeirra virðast einmitt eiga þátt í að brjóta niður plastagnir í hafinu.
(Sjá frétt Science News 17. nóvember).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s