Milljarður fyrir endurunna málma úr líkbrennslum

Á einu ári hafa Svíar endurunnið rúm 30 tonn af málmum úr þarlendum líkbrennslum, að verðmæti samtals um 80 milljónir sænskra króna (um 1 milljarður ísl. kr.). Í júlí 2016 var endurvinnsla málmleifa úr líkbrennslum færð í lög og nú eru 53 af 56 líkbrennslum landsins orðnar aðilar að rammasamningi við fyrirtækið Fönix miljö AB. Fönix átti hagstæðasta tilboð í sameiginlegt útboð sænsku kirkjunnar og sér fyrirtækið nú um endurheimt málmanna samkvæmt samningnum. Fyrirtækið hefur m.a. þróað aðferð til að aðskilja lífrænar leifar úr brennslunni frá málmunum, þannig að hægt sé að ráðstafa þeim með viðeigandi hætti. Ágóðinn af endurvinnslunni rennur til Almenna erfðasjóðsins (Allmänna arvsfonden) í samræmi við ákvæði í lögunum.
(Sjá frétt á Recyclingnet.se 24. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s