Framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt að ilmefnið HICC (hýdroxýísóhexýl 3-sýklóhexen karboxaldehýð) verði bannað í hvers konar snyrtivörum, þar sem efnið getur valdið ofnæmi og þar af leiðandi skaðað heilsu manna. Framleiðendur fá hins vegar tveggja ára aðlögunartíma og seljendur fá tvö ár til viðbótar til að hætta sölu á vörum sem innihalda efnið. Bannið tekur því í reynd ekki gildi fyrr en eftir 4 ár. Samkvæmt gagnagrunni dönsku neytendasamtakanna (Tænk) finnst HICC í rúmlega 500 snyrtivörutegundum, svo sem í sturtusápu, eftirsólaráburði og svitalyktareyði.
(Sjá frétt Tænk Kemi 3. október).