Þalöt fundust í helmingi allra vörutegunda úr plasti sem skoðaðar voru í nýrri rannsókn dönsku neytendasamtakanna (Tænk). Í rannsókninni var leitað að þalötum í 58 vörum og reyndust 29 þeirra innihalda slík efni. Í 24 tilvikum var þar um að ræða þalöt sem sett hafa verið á svonefndan kandídatslista Evrópusambandsins, en á þeim lista eru efni sem talin eru sérlega hættuleg en hafa þó ekki verið bönnuð. Í 5 tilvikum var um önnur þalöt að ræða. Þalöt hafa lengi verið notuð sem mýkingarefni í plast, en þau eru talin geta raskað hormónastarfsemi líkamans.
(Sjá frétt á heimasíðu Tænk í gær).