Fyrstu Svansmerktu gallabuxurnar

caj4yoh8jol9bwxyebtv-160x143Fyrstu Svansmerktu gallabuxurnar í heimi eru á leið á markað undir sænska merkinu Velour by Nostalgi. Buxurnar eru framleiddar úr endurunninni eða lífrænt vottaðri bómull og endurunnu pólýesterefni úr plastflöskum. Við framleiðsluna er beitt svonefndri ”recall-tækni” til að efnið haldi formi sínu betur en ella, sem m.a. stuðlar að því að buxurnar séu sjaldnar settar í þvott. Allir hlutar buxnanna hafa staðist kröfur Svansins og gildir það jafnt um tauið sjálft, rennilása, hnappa og umbúðir. Flíkin inniheldur því engin hormónaraskandi efni, ofnæmisvalda eða þungmálma, auk þess sem gerðar eru kröfur um vinnuumhverfi og nýtingu vatns þar sem buxurnar eru framleiddar. Til að fá Svaninn þurfa buxurnar einnig að standast kröfur um gæði og endingu, sem m.a. er mætt með sérstökum gæðafrágangi á saumum. Sala á buxunum hefst formlega 31. janúar nk. en hægt er leggja inn pantanir frá og með 21. jan.
(Sjá fréttatilkynningu á MyNewsDesk 3. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s