Miljøstyrelsen styrkir umhverfisvottaða fataframleiðslu

ecolabels_samlet_logo-160Umhverfisstofnun Danmerkur (Miljøstyrelsen) auglýsti á dögunum eftir umsóknum frá dönskum fyrirtækjum sem vilja framleiða umhverfismerkt föt og aðrar textílvörur. Styrkina geta fyrirtækin notað til að kaupa sérfræðiráðgjöf vegna undirbúnings umhverfisvottunar samkvæmt kröfum Norræna svansins eða Umhverfismerkis ESB. Tilgangurinn með styrkveitingunni er að byggja upp reynslu innanlands í framleiðslu á umhverfisvottuðum klæðnaði og auðvelda fyrirtækjum að kynna sér kosti umhverfismerkjanna. Hæsti styrkur til einstakra fyrirtækja getur numið 99.000 dönskum krónum (tæplega 1,7 milljónum ísl. kr.).
(Sjá frétt á heimasíðu Miljøstyrelsen 14. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s