Bráðinn kísill notaður sem orkugeymsla

silicio-fundido-2-eng-pie-160Vísindamenn við Tækniháskólann í Madrid (Universidad Politécnica de Madrid (UPM)) vinna nú að þróun orkugeymslu úr bráðnum kísli, en kísill er algengasta efnið í jarðskorpunni. Kísillinn er þá hitaður upp í 1.400°C með hita frá sólföngurum eða með afgangsorku úr raforkukerfinu og einangraður til að lágmarka varmatap. Þegar þörf er á orkunni er hægt að nota sólarsellur til að breyta hitanum aftur í raforku. Einn rúmmetri af bráðnum kísli getur geymt allt að 1 MWst af raforku, sem er mun betri nýting en í öðrum þekktum efnum. Frumgerð að orkugeymslu af þessu tagi er í smíðum og sótt hefur verið um einkaleyfi á hugmyndinni.
(Sjá frétt Science Daily 7. október).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s