Unglingar kæra ríkið fyrir að vernda þá ekki fyrir loftslagsbreytingum

2559Hópur unglinga í Oregon-ríki í Bandaríkjunum hefur höfðað mál gegn alríkisstjórninni fyrir að brjóta á réttindum þeirra til lífs, frelsis, eignarhalds og jafnréttis með því að aðhafast ekkert til að vernda þau fyrir áhrifum loftslagbreytinga. Héraðsdómur Oregon þarf nú að ákveða hvort unglingarnir verði fyrir skaða sem rekja megi til aðgerða stjórnvalda í loftslagsmálum og þ.a.l. hvort málið haldi áfram á næsta dómsstig. Málið er rekið af samtökunum Our Children’s Trust og er eitt margra slíkra sem höfðuð hafa verið víðsvegar í Bandaríkjunum að undanförnu. Lögfræðingur hópsins segir málið ekki einungis snúast um athafnaleysi heldur vinni stjórnvöld gagngert gegn hagsmunum barna, m.a. með því að gefa út leyfi til olíu- og gasvinnslu. Ólíklegt þykir að málið komist upp úr héraðsdómi en það þrýstir engu að síður á stjórnvöld að búa til og fylgja aðgerðaáætlun til að sporna við loftslagsbreytingum.
(Sjá frétt the Guardian 10. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s