Kanada skerpir á loftslagskröfum til nýrra verkefna

Justin TÍ gær kynnti Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, áform um auknar umhverfiskröfur sem gerðar verða til nýrra framkvæmda við olíu- og gaslagnir. Samkvæmt nýju reglunum þurfa verkefnin að fara í gegnum mat á áhrifum á loftslag, bæði vegna verkefnanna sjálfra sem slíkra og vegna vinnslu á olíu eða gasi sem flytja á um leiðslurnar. Með þessu er að sögn Justin Trudeau verið að leggja framkvæmdaaðilum þá skyldu á herðar að sýna fram á að framkvæmdin sé í almannaþágu. Jafnframt er ætlunin að tryggja fleiri stjórnsýslustigum, vísindamönnum og frumbyggjum aukinn aðgang að ákvarðanatöku. Nýju reglurnar munu m.a. gilda við leyfisveitingu vegna fyrirhugaðrar lagningar svonefndrar Energy East leiðslu sem á að flytja 1,1 milljón tunna af hráolíu frá Alberta og Saskatchewan þvert yfir mörg landsvæði til olíuhreinsistöðva og útflutningshafna í austanverðu Kanada. Forsætisráðherrann segir það ekki vera hlutverk sitt að vera klappstýra fyrir verkefni af þessu tagi.
(Sjá frétt Reuters í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s