Rafvæðing skipa hafin hjá Kystverket

1200048372 (160x90)Strandlengjustofnun Noregs (Kystverket) hefur ákveðið að nota tvinntækni í fjölnotaskipinu OV Bøkfjord sem hefur verið í smíðum frá því á árinu 2014. Gengið var frá samningum við Rolls Royce rétt fyrir áramót um afhendingu á rafgeymum og öðrum búnaði sem þessu tengist. Breytingin mun seinka afhendingu skipsins, en Kystverket hyggst einnig gera kröfu um tvinntækni í systurskipi sem sett verður í útboðsferli á næstu vikum. Enn fremur er verið að skoða hvort mögulegt sé að breyta tveimur eldri skipum stofnunarinnar í tvinnskip, en með því móti ætti að vera hægt að draga verulega úr olíunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Áætlað er að stofnkostnaður hvers skips hækki um 15 milljónir norskra króna (um 225 millj. ísl. kr.) við þessa breytingu, en á móti er gert ráð fyrir allt að 25% sparnaði í eldsneytiskaupum sem þýðir að breytingin borgar sig upp á u.þ.b. 10 árum. Tvinntæknin gerir það mögulegt að nýta dísilvélar skipanna mun betur en ella, viðhaldsþörf minnkar og hægt verður að keyra skipin alfarið á rafmagni þegar þau liggja við bryggju og draga þannig úr hávaða og loftmengun.
(Sjá frétt Teknisk Ukeblad 5. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s