Varasöm efni algeng í hárvaxi

haarvoks-test-web-1Efni sem talin eru vera hormónaraskandi, krabbameinsvaldandi eða ofnæmisvaldandi fundust í næstum því annarri hvorri tegund af hárvaxi sem dönsku neytendasamtökin Tænk tóku til skoðunar á dögunum. Skoðunin fór þannig fram að lesnar voru innihaldslýsingar á 48 mismunandi tegundum af hárvaxi og kannað hvort þar væru tilgreind efni sem talin eru geta skaðað umhverfi og heilsu. Af þessum 48 tegundum fengu 23 rauða spjaldið, þar sem þær reyndust innihalda hugsanlega hormónaherma, krabbameinsvalda og ofnæmisvalda. Fjórtán tegundir til viðbótar fengu gula spjaldið þar sem þær innihéldu ilmefni sem geta valdið ofnæmi eða efni sem geta skaðað umhverfið. Aðeins 11 tegundir fengu ágætiseinkunn í þessari yfirferð. Þrátt fyrir hugsanlega skaðsemi er enn sem komið er heimilt að nota öll umrædd efni í snyrtivörur, að einu frátöldu.
(Lesið frétt á heimasíðu Tænk 14. september).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s