Styrkur CO2 kominn yfir 400 ppm

noaa_160Meðalstyrkur koltvísýrings í andrúmslofti jarðar fór í fyrsta sinn yfir 400 milljónustuparta (ppm) í mars 2015 samkvæmt mælingum bandarísku sjávar- og andrúmsloftsstofnunarinnar (NOAA). Mælingar frá einstökum stöðvum á norðurheimskautssvæðinu og á Hawaii hafa áður sýnt styrk yfir 400 ppm en heimsmeðaltalið hefur aldrei áður mælst svo hátt. Að mati NOAA þýðir þetta að styrkur koltvísýrings í andrúmslofti hefur hækkað vegna losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum um meira en 120 ppm síðan fyrir iðnbyltingu og hefur helmingur af þessari losun (60 ppm) átt sér stað eftir 1980. Gjarnan er miðað við 400 ppm sem viðmiðunarmörk fyrir óafturkræfar breytingar á þjónustu vistkerfa.
(Sjá frétt NOAA 6. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s