Fosfór endurheimtur úr skólpi

phosphorus_160Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýja og betri aðferð til að endurheimta fosfór úr skólpi, en mikið af fosfór tapast með yfirborðsvatni og fljótandi úrgangi frá mönnum og dýrum. Athuganir vísindamannanna benda til að venjuleg skólphreinsistöð í Bandaríkjunum gæti framleitt um 490 tonn af fosfór árlega með þessari endurvinnslutækni. Með því að samþætta líffræðilegar og efnafræðilegar aðferðir telja vísindamennirnir að hægt sé að ná um 90% fosfórs úr fráveituvatni áður en því er sleppt út og að stofnkostnaður vegna hinnar nýju tæki ætti að geta borgað sig upp á þremur árum með sölu á fosfór. Fosfór er notaður í tilbúinn áburð og er undirstaða nútíma landbúnaðar. Eftirspurn eftir fosfór vex ört og er talið að nýtanlegar fosfórbirgðir heims muni ganga til þurrðar áður en langt um líður.
(Sjá frétt Science Daily 5. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s