Míkróplast e.t.v. skaðlegt vegna smæðar sinnar

mikroplast_160Míkróplast, þ.e.a.s. plastagnir sem eru minna en 5 mm í þvermál, getur hugsanlega haft skaðleg áhrif á heilsu manna og jafnvel verið krabbameinsvaldandi að því er fram kemur í nýrri samantekt danska ríkisútvarpsins (DR). Skaðsemi míkróplastsins liggur meðal annars í smæðinni, en litlar agnir geta komist í gegnum frumuhimnur og valdið frumudauða, sýkingum eða röskun á ónæmiskerfinu. Áhrifum míkróplasts á mannslíkamann getur þannig svipað til áhrifa asbests sem er skaðlegt heilsu vegna smæðar og forms. Í rannsókn DR voru tekin sýni úr 13 matvörum og reyndust 12 þeirra innihalda plastagnir allt niður í 0,5 mm að stærð. Slíkar agnir má einnig finna m.a. í snyrtivörum, fatnaði, húsgögnum og teppum. Hingað til hafa rannsóknir á skaðsemi míkróplasts einkum beinst að lífrríki sjávar, en samantekt DR gefur til kynna að þörf sé á frekari rannsóknum á áhrifum þess á heilsu.
(Sjá frétt DR í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s