Olíuslys í friðlandi í Ísrael

Crude oil streams in desert in south Israel, near the village of Beer Ora, north of EilatMilljónir lítra af olíu flæddu yfir Evrona friðlandið í Ísrael eftir að olíuleiðsla fyrirtækisins Eilat-Ashkelon á svæðinu gaf sig sl. miðvikudag. Talsmaður umhverfisráðuneytis Ísraels segir slysið vera eitt alvarlegasta umhverfisslys í sögu landsins. Evrona friðlandið er þekkt fyrir stórar eyðimerkur, dádýr og sérstæð pálmatré. Olían hefur nú þegar haft neikvæð áhrif á dýra- og plöntulíf á svæðinu og er talið að hreinsun og endurreisn svæðisins muni taka nokkur ár.
(Sjá frétt Planet Ark í dag).

Færðu inn athugasemd