Hærri styrkur koltvísýrings dregur úr næringargildi plantna

nytjaplantaJárn- og sinkinnihald í nytjaplöntum mun lækka verulega eftir því sem styrkur koltvísýrings í andrúmslofti hækkar, samkvæmt því sem fram kemur í grein ísraelskra vísindamanna í tímaritinu Nature. Höfundar telja þennan mikla samdrátt í snefilefnainnihaldi plantna vera eina af hættulegustu afleiðingum loftslagsbreytinga fyrir heilsu manna. Ef spár um styrk koltvísýrings í andrúmslofti fram til ársins 2050 ganga eftir má ætla að um það leyti hafi efnainnihaldið breyst verulega. Í dag þjást um 2 milljarðar manna af járn- og sinkskorti og 63 milljónir láta lífið árlega sökum vannæringar. Höfundar greinarinnar orða það svo, að þessi næringarefnaskortur verði ein af mörgum óvæntum afleiðingum þeirrar risavöxnu tilraunar sem mannkynið geri nú á eigin tilverugrundvelli.
(Sjá frétt ENN í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s