Flöskuvatn úr útblæstri vetnisbíla

honda H2OVatn sem verður til við brennslu vetnis á vetnisbílum er nú sett á flöskur og selt undir merkjum bílaframleiðandans Honda. Fyrirtækið hefur framleitt vetnisbíla undir vörumerkinu FCX-Clarity síðan 2008 og er flöskuvatnið leið til að vekja athygli á hreinleika útblásturs frá bílunum og undirstrika um leið staðfestu fyrirtækisins í að minnka umhverfisáhrif starfseminnar. Vatnið verður í boði á starfsstöðvum fyrirtækisins og er það von Honda að nýja vörumerkið, H2O, muni auka umræður um vetnisbíla og umhverfislegan ávinning þeirra.
(Sjá frétt EDIE í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s