Mikið glýfosat í brjóstamjólk

UntitledStyrkur illgresiseyðisins glýfosats í brjóstamjólk bandarískra kvenna er allt að 1.000 sinnum hærri en leyfilegur styrkur efnisins í drykkjarvatni innan Evrópusambandsins, að því er fram kemur í rannsókn sem bandarísku samtökin Moms Across America og Sustainable Pulse stóðu nýlega fyrir. Það að svo mikið af glýfosati mælist í mjólkinni bendir til að efnið safnist upp í líkamanum, en hingað til hefur því verið neitað bæði af eftirlitsyfirvöldum og líftæknigeiranum. Illgresiseyðar sem innihalda glýsofat eru þeir mest seldu í Bandaríkjunum, en þar má meðal annars nefna „Roundup“ sem framleitt er af Monsanto. Í rannsókninni voru einnig tekin sýni úr drykkjarvatni sem sýndu mun hærri styrk glýfosats en í Evrópu. Samtökin sem stóðu að rannsókninni vilja að notkun glýfosats á nytjaplöntur verði hætt.
(Sjá frétt ENN í dag).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s