Amazing-Spiderman 2 sjálfbærasta stórmyndin

26096Amazing-Spiderman 2 er að sögn Sony Pictures umhverfisvænsta stórmynd sem fyrirtækið hefur framleitt. Notuð voru um 49 tonn af notuðu hráefni við gerð leikmyndar, gervisnjórinn var lífbrjótanlegur og reykurinn í myndinni var byggður á vatni í stað olíu. Einnig voru búningar endurnýttir eða gefnir til góðgerðarsamtaka að tökum loknum og matur sem varð afgangs rann til góðgerðarsamtaka á svæðinu. Plastflöskur voru bannaðar á tökustað, en þessar flöskur hefðu annars verið um 193 þúsund talsins að mati Sony. Að sögn Emelie O’brien, umhverfisstjóra myndarinnar, er sjálfbærni mikilvægur þáttur í framleiðslu kvikmynda, enda sé kvikmyndaiðnaðurinn ein áhrifamesta atvinnugrein samtímans.
(Sjá frétt EDIE 28. mars).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s