Frá og með aprílmánuði þurfa Everestfarar að taka með sér 8 kg af rusli á leið sinni niður af fjallinu, umfram sinn eigin farangur. Þetta er liður í viðleitni stjórnvalda í Nepal til að hreinsa hlíðar fjallsins, en þar hefur safnast upp gríðarlegt magn af úrgangi á síðustu árum, þ.m.t. súrefnis- og gaskútar, kaðlar, tjöld, gleraugu, bjórdósir, plastrusl og mannvistarleifar af ýmsu tagi. Þeir sem hlýða ekki þessum nýju reglum verða sektaðir eða þeim refsað á annan hátt.
(Sjá frétt The Guardian 3. mars).