BPA í matarumbúðum kostar samfélagið stórfé

BPAAlgjört bann við notkun efnisins bisfenól-A (BPA) í matarumbúðir í Bandaríkjunum gæti komið í veg fyrir 6.236 tilfelli af offitu barna þarlendis á ári hverju og lækkað jafnframt nýgengi kransæðasjúkdóma um 22.350 tilfelli. Um leið myndu sparast um það bil 1,74 milljarðar Bandaríkjadala (rúmlega 200 milljarðar ísl. kr.) í heilbrigðiskerfinu árlega, og er þá sparnaður vegna annarra sjúkdóma ótalinn. Þetta kemur fram í grein sem birtist í tímaritinu Health Affairs í síðasta mánuði. BPA er m.a. notað við framleiðslu á pólýkarbónatplasti og í epoxýhúð innan á niðursuðudósir. Sparnaðurinn sem hlytist við að hætta notkun efnisins í matarumbúðir er að öllum líkindum meiri en sem nemur kostnaðinum við að nýta öruggari og dýri efni.
(Sjá grein í Health Affairs 16. janúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s