Danskir framleiðendur lífrænt vottaðra afurða binda miklar vonir við samkomulag sem matvælaráðherra Danmerkur skrifaði undir í Kína fyrr í vikunni. Í framhaldinu er þess vænst að Kínverjar samþykki lífræna vottun frá Danmörku sem aðgöngumiða að kínverskum markaði. Þetta getur haft gríðarlega þýðingu fyrir Dani, enda fer eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum mjög vaxandi hjá kínversku millistéttarfólki.
(Sjá frétt á heimasíðu Økologisk Landsforening 13. nóvember).