Nú hafa 35.000 rafbílar af gerðinni Nissan Leaf selst í Bandaríkjunum. Þessi áfangi náðist í síðustu viku, rétt fyrir „tengladaginn“ (e. National Plug In Day) sem haldinn var hátíðlegur vestanhafs um helgina. Söluaukningin frá fyrra ári er 317%, sem helgast væntanlega m.a. af því að farið var að framleiða bílana í Bandaríkjunum, auk þess sem verðið á þeim lækkaði. Aukin umhverfisvitund er ekki sögð helst ástæða þess að fólk vestra velur Nissan Leaf, heldur hitt hversu ódýr bíllinn er í rekstri, kraftmikill og skemmtilegur í akstri.
(Sjá frétt á HybridCars.com 27. september).