Skordýramjöl sem skepnufóður

HermannaflugaFranska sprotafyrirtækið Ynsect vinnur að því að þróa fóður úr skordýramjöli, sem hugsanlega gæti komið í stað próteingjafa á borð við fiskimjöl, sojamjöl og kjötmjöl. Svarta hermannaflugan, húsflugulirfur, silkiormar og gulir mjölormar þykja hvað vænlegust sem hráefni í þessa framleiðslu. Skordýrin verða ræktuð á staðnum og síðan unnin í áfastri skordýramjölsverksmiðju, og standa vonir til að fyrsti hluti þessarar aðstöðu verði tilbúinn innan tveggja ára. Skordýrin eru auðveld í ræktun og hægt að ala þau á nánast hvaða lífræna úrgangi sem er. Skeljar og aðrar aukaafurðir frá vinnslunni geta nýst m.a. í lyfja- og snyrtivöruiðnaði, og skordýraskítur er ákjósanlegur áburður. Tilraunir benda til að hægt sé að nota engisprettumjöl til helminga á móti fiskimjöli sem fóður í fiskeldi án þess að það komi niður á árangri. Enn er ekki leyfilegt að nota skordýramjöl sem fóður í svínarækt og kjúklingaeldi innan ESB, en hugsanlegt er að slíkt leyfi fáist frá og með 2014.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

Ein hugrenning um “Skordýramjöl sem skepnufóður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s