Skotar byggja 40 MW sjávarölduvirkjun

OysterSkosk stjórnvöld hafa veitt orkufyrirtækinu Aquamarine leyfi til að hefja uppsetningu á ölduvirkjun við norðvesturströnd Lewis eyju (g. Leòdhas (Ljóðhús)) við Skotland. Þar er ætlunin að setja upp 40-50 „ostruvélar“ með samanlagt afl upp á 40 MW. Rafmagn frá virkjuninni ætti að nægja u.þ.b. 30.000 heimilum. Gert er ráð fyrir að verkið taki nokkur ár, en áður en hafist er handa við uppsetningu vélanna þarf að byggja upp aðstöðu og tengingar á landi. Virkjunin, sem verður stærsta ölduvirkjun í heimi, verður í grennd við bæinn Fivepenny Borve, en þar er talinn vera einn hagstæðasti ölduvirkjunarstaður í Evrópu.
(Sjá frétt EDIE 23. maí).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s