Grænum útförum fjölgar

Green funeralSífellt fleiri Bandaríkjamenn kjósa grænar útfarir í stað hefðbundinna, þó að enn séu þær aðeins lítill hluti af heildinni. Nú eru starfræktir 30 grænir kirkjugarðar í Bandaríkjunum, þar sem fylgt er sérstökum reglum til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif greftrunarinnar. Öllum umbúnaði er haldið í lágmarki, líkkistur ekki notaðar eða þá kistur úr efnum sem brotna hratt niður í náttúrunni, líksmurningarvökvar ekki notaðir o.s.frv. Áætlað er að árlega séu rúmlega 60.000 tonn af stáli og um 180 milljónir lítra af líksmurningarvökvum grafin í jörð með látnu fólki. Þetta efni myndi duga til að byggja 8 Eiffelturna og fylla 8 sundlaugar í fullri stærð.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).

2 hugrenningar um “Grænum útförum fjölgar

  1. Er ekki grænna að láta bara brenna sig og sleppa þessum kirkjugörðum allfarið?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s