Sífellt fleiri Bandaríkjamenn kjósa grænar útfarir í stað hefðbundinna, þó að enn séu þær aðeins lítill hluti af heildinni. Nú eru starfræktir 30 grænir kirkjugarðar í Bandaríkjunum, þar sem fylgt er sérstökum reglum til að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif greftrunarinnar. Öllum umbúnaði er haldið í lágmarki, líkkistur ekki notaðar eða þá kistur úr efnum sem brotna hratt niður í náttúrunni, líksmurningarvökvar ekki notaðir o.s.frv. Áætlað er að árlega séu rúmlega 60.000 tonn af stáli og um 180 milljónir lítra af líksmurningarvökvum grafin í jörð með látnu fólki. Þetta efni myndi duga til að byggja 8 Eiffelturna og fylla 8 sundlaugar í fullri stærð.
(Sjá frétt PlanetArk í dag).
Er ekki grænna að láta bara brenna sig og sleppa þessum kirkjugörðum allfarið?
Jú, ég held að það sé alveg ljóst. En sumir eru eitthvað tregir til þess og fyrir þá er þetta kannski hentug millileið.