Rafmagn beint úr plöntum

UOG Power plantVísindamenn við Háskólann í Georgíu eru að þróa aðferð til að láta plöntur framleiða rafmagn, en vitað er að plöntur nýta orku sólarljóssins margfalt betur en öflugustu sólfangarar. Tæknin byggir á því að einangra himnuskífur (e. thylakoid) úr grænukornum plantnanna og grípa inn í ljóstillífunina sem þar fer fram með því að klófesta rafeindir sem myndast þegar sólarljósið klýfur vatnssameindir í vetni og súrefni, þ.e. áður en viðkomandi rafeindir ganga inn í efnaferli þar sem sykrur eru búnar til úr vetni og koltvísýringi. Tekist hefur að framleiða rafmagn með þessum hætti í afar smáum stíl. Aðferðin á langt í land áður en hægt verður að nota hana til raforkuframleiðslu, en vísindamennirnir benda á að fyrir 30 árum hafi t.d. efnarafalar verið á algjöru frumstigi en séu nú víða notaðir.
(Sjá frétt Science Daily í gær).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s