Ör vöxtur í sorpbrennslu

24132Gert er ráð fyrir að fjárfesting í evrópskum sorporkuverum verði komin í 5 milljarða dollara (tæplega 650 milljarða ísl. kr.) árið 2016. Þetta er afleiðing af viðleitni stjórnvalda til að draga úr urðun og losun gróðurhúsalofttegunda. Á næstu árum þarf fyrirsjáanlega að leggja mikið fé í endurbætur á eldri stöðvum til að þær nái að uppfylla nýjustu kröfur um hreinsun útblásturslofts. Árið 2012 féllu til um 265 milljónir tonna af óflokkuðum heimilisúrgangi í Evrópu, en á heimsvísu var magnið nálægt 1,3 milljörðum tonna. Gert er ráð fyrir að þessi tala verði komin í 2,2 milljarða tonna árið 2025, og að þá verði árlegur kostnaður vegna úrgangsmeðhöndlunar um 375 milljarðar dollara (um 47.000 milljarðar ísl.kr.), sem er um 83% hækkun frá því sem nú er.
(Sjá frétt EDIE 27. febrúar).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s